Samskipti Íslands og Svíþjóðar mótast af viðskiptatengslum og menningarsamstarfi, en ekki síður af tíðum heimsóknum og ferðalögum á milli landanna.
Business Sweden er stofnun sem heyrir undir sænska utanríkisráðuneytið og hefur það að markmiði að laða að erlendar fjárfestingar til Svíþjóðar. Business Sweden veitir upplýsingar til sænskra og íslenskra fyrirtækja þegar kemur að spurningum sem snerta útflutning frá Svíþjóð til Íslands. Með því að tengja saman áhugaverðar fyrirspurnir með heppilegum sænskum fyirtækjum þá batna skilyrðin fyrir sænskum útflutningsviðskiptum. Það er skrifstofa Business Sweden í Kaupmannahöfn sem hefur umsjón með Íslandi.
Í sænska sendiráðinu er starfandi viðskiptafulltrúi, sem aðstoðar sænsk og íslensk fyrirtæki, sem eru í leit að viðskiptatækifærum.
Hagnýtar upplýsingar um að stofna fyrirtæki í Svíþjóð eru að finna á sérstakri vefgátt.