Vissir þú að hægt er að gista ódýrt á herragarði, í höll - eða í trjáhýsi?
Fyrir þá sem vilja búa eins og sænskt hefðarfólk í ferð sinni um Svíþjóð er ráð að sækja heim gamla herragarða og hallir og gista tiltölulega ódýrt. Má þar nefna:
Margir hallir bjóða tveggjamanna herbergi á minna en 14.000 ISK á nótt! Til dæmis:
Sjá einnig t.d. www.countrysidehotels.se eða www.slottsbokning.se
Ódýrari valkostur er trjáhús eða „vandrarhem“. Frá norður til suður Svíþjóð geta ferðamenn fundið allt frá fjallakofa til sumarhús í skerjagarðinum. Visingsö vandrarhemmet er staðsett á Visingsö eyjunni í Vättern. Hentar m.a. vel fyrir þá sem ætla sér að fara í hjólakeppnina Vätternrundan eða heimsækja smábæinn Gränna þar sem urmull er af sælgætisverksmiðjum sem framleiða Polkagrisa að gömlum sið. Hægt er að fylgjast með öllu ferlinu og smakka lokaafurðina. Meira hjá Sænska ferðamálaráðinu.
Íslendingum gefst kostur á að gerast meðlimur hjá Sænska ferðamálaráðinu og fá hjá þeim afsláttarkort sem veitir afslætti af meðal annars gistingu og lestarmiðum ásamt mörgu öðru skemmtilegu. Árgjaldið á fjölskyldukorti er 450 SEK og gildir fyrir tvo fullorðna og ótakmarkaðan fjölda af börnum. Aukalega kemur kostnaður uppá 140 SEK vegna póstsendingar til Íslands. Hver fullorðinn einstaklingur fær 50 SEK afslátt per nótt og barn 25 SEK afslátt per nótt. Sænska ferðamálaráðið er hluti af Hostel International og geta því meðlimir fengið afslætti í öðrum löndum, sjá nánar hér.